Arnar Dan Kristjánsson
útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2013 og hóf störf hjá Borgarleikhúsinu strax eftir útskrift.
Í kjölfarið hefur hann farið með fjölmörg hlutverk í hinum ýmsu sýningum og má þar nefna Jeppa á fjalli, Refinn, Furðulegt háttalag hunds um nótt, Línu Langsokk, Ræmuna og nú síðast Mamma Mia!
Árið 2014 lék Arnar við Teatro del'arte í Milano og vann að nokkrum uppsetningum meðal annars með Mariu Cassi, Robert Wilson og Mikhail Baryshnikov. Arnar hefur leikið í tónlistarmyndböndum, sjónvarpi og kvikmyndum á borð við Austur og Noah. Meðal annarra höfundarverka Arnars eru einleikurinn Landsliðið á línu sem sýndur var í Tjarnarbíói sumarið 2014 og veitingarstaðurinn Reykjavík Chips.
Sýningar Arnars á leikárinu eru Rocky Horror, Ríkharður III, Matthildur