Gói Karlsson
Gói Karlsson was born in Reykjavík 1980. He graduated 2005 with a BFA degree in acting from Iceland Academy of the Arts. He has mainly been working in theatre ( Reykjavík city theatre and the National theatre of Iceland ) and has played about 40 big and leading roles in Comedy, farces, musicals, drama and classics.
Goi has written two musicals for the National theatre, three series (about 80 episodes) of the most famous children show in Iceland and was one of the writers of New Years Eve comedy show for RÚV (the national broadcasting service)
He plays the part of Finnur in the new series of Trapped and Doddi drulla in the Movie Let me Fall
Gói can sing and dance, Tenor/Baritone plays the guitar and piano.
Guðjón Davíð, Gói, útskrifaðist með BFA gráðu frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2005. Strax eftir útskrift var hann frastráðinn við Leikfélag Akureyrar þar sem hann lék mörg burðarhlutverk í þrjú ár. Leiðin lá síðan í Borgarleikhúsið þar sem hann var fastráðinn við Leikfélag Reykjavíkur 2008-2015 og frá árinu 2015 hefur hann verið fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið.
Gói hefur fengist töluvert við handrita skrif undan farin ár. Hann gerði leikgerðir af ævintýrum sem hann lék ásamt Þresti Leó. Gói og Eldfærin og Gói og Baunagrasið.
Hann skrifaði handrit og lék í Stundinni okkar. Alls urðu þáttaraðirnar sem Guðjón skrifaði þrjár eða um 80 þættir. Hann skrifaði handritið af áramótaskaupinu 2015. Hann skrifaði handrit af þriggja þátta sjónvarpsmynd, Klukkur um jól og fjögurra þátta sjónvarpsmynd Loforð. Hann hefur skrifað tvo söngleiki fyrir Þjóðleikhúsið, Fjarskaland og Slá í gegn sem enn gengur fyrir fullu húsi.
Af kvikmyndahlutverkum Guðjóns má nefna að hann lék Góa í öllum fjórum Sveppamyndunum, Brynjólf í Snjór og Salóme, Doddi drulla í Lof mér að falla.
Einnig lék Guðjón aukahlutverk í sjónvarpsþáttunum Ástríði, Rétti 2 og Ófærð 2. Hann lék í áramótaskaupinu 2008 og 2015.
Guðjón er tenór/baritón spilar á píanó og gítar.
Guðjón Davíð var tilnefndur til Grímuverðlauna árið 2016 fyrir aðalhlutverk í Húsinu.
Barnasýningarnar Gói og eldfærin og Gói og baunagrasið voru tilnefndar sem besta barnasýningin á Grímuverðlaununum.
Stundin okkar hlaut Edduverðlaun 2014 sem besta Barnaefnið.
Stundin okkar tilnefnd sem besta barnaefnið 2015
Klukkur um jól var tilnend sem besta barnaefnið á Edduverðlaununum 2016
Loforð var tilnefnt sem besta barnaefnið á Edduverðlaununum 2017