Guðrún Veiga
Samfélagsmiðlar
Fædd og uppalin á Eskifirði. Tveggja barna móðir og eiginkona búsett í Laugardalnum. Með meistaragráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands og útskrifaður förðunarfræðingur frá Reykjavík Makeup School.
Hélt úti vinsælu bloggi, gerði matreiðsluþætti á skammlífri sjónvarpsstöð og skrifaði matreiðslubók í kjölfarið. Hætti að blogga árið 2016 og fór alfarið yfir á Snapchat - árin á þeim miðli eru orðin þrjú talsins. Sælkeri, snyrtivörupervert, skófíkill, vínáhugamanneskja, kjólasafnari, kaffisullari og stóreignakona þegar kemur að naglalökkum. Er fátt heilagt, ferlega forvitin og ekkert mannlegt óviðkomandi.