Júlíana Sara Gunnarsdóttir
útskrifaðist frá American Theatre Arts úr Rose Bruford College of Theatre and Performance vorið 2013.
Hún fór í skiptinám í Columbia College í Chicago á öðru ári.
Sumarið eftir að hún kom heim, setti hún upp leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga út um allt land. Í kjölfarið leikstýrði hún síðan leiksýningum í bæði grunn- og menntaskólum.
Hún er annar tveggja höfunda gamanþáttana Þær Tvær. Árin 2014-2016 framleiddu 365 miðlar tvær seríur eða 14 þætti af Þær Tveir þar sem Júlíana Sara og Vala Kristín fóru með öll hlutverk. En þættirnir voru hugarfóstur þeirra tveggja.
Hún hefur ásamt Völu Kristínu samið sketsa fyrir Landssöfnun Rauða nefsins, Söngvakeppni Sjónvarpsins, ásamt því að hafa komið fram saman á ýmsum uppákomum.
Sumarið 2016 lék hún, Freydísi í leikritinu Mar í Frystiklefanum í Rifi.
Hlutverk hennar í kvikmyndum eru Karítas í Grimmd, og Helga í Fullir Vasar.
Hún var annað andlitanna í herferð Reykjavíkurmaraþons fyrir Íslandsbanka sumarið 2017, skrifaði og lék í sketsum þar ásamt Dóra DNA.
Júlíana hefur talsett auglýsingar ásamt því að hafa leikið í þeim nokkrum.
Júlíana Sara er mikil íþróttamanneskja en hún æfði frjálsar íþróttir í mörg ár, Hún leggur enn mikið kapp á hlaup en tók hún þátt í hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sumarið 2017 og náði hún frábærum tíma þar.
Júlíana æfði á þverflautu til margra ára en kláraði hún 6.stig á menntaskólaárunum.