Vala Kristín Eiríksdóttir
Útskrifaðist frá leikarabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands vorið 2015 og var ráðin í fullt starf í kjölfarið hjá Borgarleikhúsinu.
Á námsárum sínum, steig hún á svið í Borgarleikhúsinu í verkinu Saumur (Stiching eftir Anthony Neilson) og fór með hlutverk Lindu sem er annað tveggja aðalhlutverka verksins.
Fyrsta hlutverk Völu Kristínar í Borgarleikhúsinu, að lokinni útskrift, var hlutverk Isobel í verkinu AT (Bull eftir Mike Bartlett) og síðan þá hefur hún verið sögumaður í Njálu og Lísa í MAMMA MIA!
Sumarið 2016 skrifaði Vala Kristín ásamt Kára Viðarsyni einleikinn Geneses sem var settur upp í Frystiklefanum í Rifi það sumar. Fór hún þar með hlutverk trúðsins Aðalheiðar. Verkið var hugarfóstur Völu frá námsárum.
Hún er annar tveggja höfunda gamanþáttana Þær Tvær.
Árin 2015-16 framleiddu 365 miðlar tvær seríur eða 14 þætti af Þær Tvær þar sem Vala Kristín og Júlíana Sara fóru með öll hlutverk. En þættirnir voru hugarfóstur þeirra tveggja.
Önnur hlutverk hennar í kvikmyndum og sjónvarpi eru: Líf í fræðsluþáttunum VR-Skóli Lífsins, Svava í kvikmyndinni Reykjavík, Guðrún í Borgarstjóranum og Mist í Föngum.