Valur Freyr Einarsson
nam leiklist við Manchester Metropolitan University og lauk námi 1995. Frá útskrift hefur hann einkum starfað í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu auk þess sem hann stofnaði listahópinn CommonNonsense sem hefur framleitt leikhúsverkefni frá árinu 2001 til dagsins í dag.
Valur steig fyrst á svið í Þjóðleikhúsinu í Villiöndinni árið 1997 og í kjölfarið fylgdu sýningar eins og Fiðlarinn á þakinu, Fríða og dýrið o.fl.
1999 lék Valur Baldur í Litlu Hryllingsbúðinni og var það frumraun hans í Borgarleikhúsinu. Í kjölfarið fylgdu margar sýningar m.a Enron, Elsku Barn, Kirsuberjagarðurinn, Dúkkuheimili, Njála og Mamma Mía.
Fyrir CommonNonsense hefur Valur skrifað, leikið og leikstýrt en árið 2012 fékk hann tvenn sviðlistarverðlaun fyrir Tengdó.
Frá útskrift hafa talsetningar verið fastur liður. Valur hefur talsett tugi mynda og sjónvarpsþátta á sínum ferli m.a leikið titilhlutverki í myndum eins og Hercules, Atlantis, Eldorado, Ants, Puss in Boots, Tangled, Cars, Planes, Madagascar, Oliver og félagar, Kúbó og fl.
Valur hefur leikið í tuga íslenskra sjónvarpsþátta og stuttmynda m.a Rétti og Hæ Gosi 3. Meðal bíómynda sem hann hefur leikið í eru: Nothing but ghosts / Box film Hamburg, Frost / Reynir Lyngdal, Vonarstræti / Baldvin Z, Undir trénu/ Hafsteinn Gunnar Sigurðsson.
Griman 2014 Tilnefning fyrir bestan leik í aukahlutverki. Dúkkuheimili
Gríman 2012 Best leik í aðalhlutverki og leikskáld ársins. Tengdó
Gríman 2010 Tilnefning fyrir bestan leik í aukahlutverki. Hedda Gabler
Gríman 2007 Tilnefning fyrir Leg
Gríman 2006. Leikhópurinn fyrir hreyfingar og dans. Forðist okkur
Tilnefning til Menningarverðlauna DV 2006 – Forðist okkur