Ylva Garðarsdóttir
útskrifaðist frá Guildford School of Acting með fyrstu einkunn sumarið 2013.
Eftir útskrift bjó Ylva og starfaði í London um nokkurt skeið áður en hún flutti aftur til Íslands.
Fyrir leiklistarnám hafði Ylva leikið töluvert og ber þar helst að nefna kvikmyndina Órói en hún hlaut tilnefningu til Edduverðlauna fyrir leik sinn í myndinni, þá aðeins tvítug. Einnig hafði hún leikið í uppfærslu Vesturports og Borgarleikhússins á Jesus Christ Superstar og í söngleiknum Annie í Austurbæ.
Eftir útskrift hefur Ylva helst unnið í stutt- og kvikmyndaverkefnum í Bretlandi. Kvikmyndin Dead Unicorns er væntanleg fyrri hluta árs 2017 og þar á eftir kvikmyndin Reconcile. Stuttmyndin Blessuð kom út í lok síðasta árs og fer nú víða á kvikmyndahátíðir. Einnig lék hún í jólaauglýsingu Icelandair sem hlaut auglýsingaverðlaunin Lúðurinn 2015 sem 'Besta leikna auglýsingin'.